Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Facebook lenti illa í Cambridge Analytica-hneykslinu. Nordicphotos/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira