Kubica keppir fyrir Williams á næsta ári Bragi Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 06:00 Robert Kubica er á leið aftur í Formúlu 1. vísir/getty Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira