Almannatenglar smíða ræður fyrir lögregluna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Góð samskipti Andrésar Jónssonar aðstoða LRH. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira