Fimmta hver kona á Íslandi fær nú ávísað þunglyndislyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Mikil þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er áhyggjuefni, segir Landlæknisembættið. Nordicphotos/Getty Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira