Hárfínn línudans við fortíðardrauga Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. nóvember 2018 11:00 Það er ekki að ástæðulausu að Arnaldur Indriðason hefur gnæft yfir íslenska krimmalandslaginu í rúma tvo áratugi. Stúlkan hjá brúnni Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 300 Það er síður en svo að ástæðulausu að Arnaldur Indriðason hefur gnæft yfir íslenskum glæpabókmenntum í rúma tvo áratugi og ekki þarf að fjölyrða um það tröllatak sem hann hefur náð á forminu. Styrkur Arnaldar og úthald felst ekki síst í því hvernig honum hefur tekist að halda sér ferskum í öll þessi ár. Í stað þess að slaka á klónni og leyfa sér að staðna, gulltryggður með sína vel rúmlega 20.000 föstu áskrifendur á ári, fer hann reglulega með lesendur sína út á óvæntar brautir en svíkur þá aldrei. Þannig var það stórsnjall leikur hjá Arnaldi að skilja á sínum tíma við hinn feikivinsæla Erlend og gefa nýju fólki pláss á sínu breiða sakamálasviði. Í fyrra kynnti hann fyrrverandi rannsóknarmanninn Konráð til leiks í Myrkrið veit og heldur nú áfram að vinna með persónuna í Stúlkan á brúnni. Rétt eins og hjá Erlendi sækja draugar fortíðar á Konráð sem hefur í áratugi glímt við ráðgátuna um hvers vegna og hver myrti föður hans sem var þvottekta drulluhali. Í Stúlkan hjá brúnni leita eldri hjón til Konráðs og með því að gera út á meðvirkni hans og tilfinningar til látinnar eiginkonu hans fá þau hann til þess að reyna að finna týnda dótturdóttur sína sem er komin á kaf í neyslu og innflutning fíkniefna. Konráð gruflar í málinu af hálfum hug enda sækir morð föður hans stöðugt á hann. Fortíðarþráhyggjan leiðir hann síðan að annarri óleystri ráðgátu um örlög ungrar stúlku sem drukknaði í Reykjavíkurtjörn. Lúmskar og óljósar tengingar eru á milli sakamálanna í fortíð og nútíð og spennan í framvindunni eykst jafnt og þétt eftir því sem Arnaldur skrúfar málin þéttar saman og Konráð þokast nær óþægilegum og óhugnanlegum sannleikanum. Arnaldur hefur löngum leikið sér að því að blanda saman fortíð og nútíð í bókum sínum auk þess sem hann hefur stundum tekið stór stökk aftur á bak í tíma í heilu bókunum. Enda fer ekkert á milli mála að Arnaldi líður vel í Reykjavík horfinna tíma og þótt ekkert vanti upp á spennu og ljótleika í samtímamálinu sem Konráð glímir við að þessu sinni rís Arnaldur hæst í fortíðinni. Þá má segja að í Stúlkunni hjá brúnni sé alvöru draugagangur á ferðinni og stundum má ætla að þar gangi afturgöngur bókstaflega ljósum logum. Það er ekki heiglum hent að dansa á mörkum raunveruleikans og hins ókennilega og eitt feilspor getur gert út af við annars góða sögu. Arnaldi skrikar þó hvergi fótur og stígur dansinn við drauga fortíðar af seiðandi öryggi og vissulega hjálpar þar til að Íslendingar eru í grunninn galopnir fyrir því að hér á kreiki sé margur óhreinn og ósýnilegur andinn. Það segir síðan allt sem segja þarf um styrk Arnaldar að þessi 21. bók hans hlýtur að mega teljast með hans allra bestu glæpasögum. Hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn og þótt ég hafi verið að enda við að hrósa honum fyrir að gefa Erlendi frí er ég handviss um að ég er ekki einn um þá frómu ósk að Arnaldur haldi áfram að segja okkur sögur af Konráði. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Fantavel fléttuð glæpasaga þar sem glæpir fortíðar og nútíðar kallast á í bráðskemmtilegri aðalpersónu. Stúlkan hjá brúnni er traustur vitnisburður um að Arnaldur veður bara betri og betri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Stúlkan hjá brúnni Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 300 Það er síður en svo að ástæðulausu að Arnaldur Indriðason hefur gnæft yfir íslenskum glæpabókmenntum í rúma tvo áratugi og ekki þarf að fjölyrða um það tröllatak sem hann hefur náð á forminu. Styrkur Arnaldar og úthald felst ekki síst í því hvernig honum hefur tekist að halda sér ferskum í öll þessi ár. Í stað þess að slaka á klónni og leyfa sér að staðna, gulltryggður með sína vel rúmlega 20.000 föstu áskrifendur á ári, fer hann reglulega með lesendur sína út á óvæntar brautir en svíkur þá aldrei. Þannig var það stórsnjall leikur hjá Arnaldi að skilja á sínum tíma við hinn feikivinsæla Erlend og gefa nýju fólki pláss á sínu breiða sakamálasviði. Í fyrra kynnti hann fyrrverandi rannsóknarmanninn Konráð til leiks í Myrkrið veit og heldur nú áfram að vinna með persónuna í Stúlkan á brúnni. Rétt eins og hjá Erlendi sækja draugar fortíðar á Konráð sem hefur í áratugi glímt við ráðgátuna um hvers vegna og hver myrti föður hans sem var þvottekta drulluhali. Í Stúlkan hjá brúnni leita eldri hjón til Konráðs og með því að gera út á meðvirkni hans og tilfinningar til látinnar eiginkonu hans fá þau hann til þess að reyna að finna týnda dótturdóttur sína sem er komin á kaf í neyslu og innflutning fíkniefna. Konráð gruflar í málinu af hálfum hug enda sækir morð föður hans stöðugt á hann. Fortíðarþráhyggjan leiðir hann síðan að annarri óleystri ráðgátu um örlög ungrar stúlku sem drukknaði í Reykjavíkurtjörn. Lúmskar og óljósar tengingar eru á milli sakamálanna í fortíð og nútíð og spennan í framvindunni eykst jafnt og þétt eftir því sem Arnaldur skrúfar málin þéttar saman og Konráð þokast nær óþægilegum og óhugnanlegum sannleikanum. Arnaldur hefur löngum leikið sér að því að blanda saman fortíð og nútíð í bókum sínum auk þess sem hann hefur stundum tekið stór stökk aftur á bak í tíma í heilu bókunum. Enda fer ekkert á milli mála að Arnaldi líður vel í Reykjavík horfinna tíma og þótt ekkert vanti upp á spennu og ljótleika í samtímamálinu sem Konráð glímir við að þessu sinni rís Arnaldur hæst í fortíðinni. Þá má segja að í Stúlkunni hjá brúnni sé alvöru draugagangur á ferðinni og stundum má ætla að þar gangi afturgöngur bókstaflega ljósum logum. Það er ekki heiglum hent að dansa á mörkum raunveruleikans og hins ókennilega og eitt feilspor getur gert út af við annars góða sögu. Arnaldi skrikar þó hvergi fótur og stígur dansinn við drauga fortíðar af seiðandi öryggi og vissulega hjálpar þar til að Íslendingar eru í grunninn galopnir fyrir því að hér á kreiki sé margur óhreinn og ósýnilegur andinn. Það segir síðan allt sem segja þarf um styrk Arnaldar að þessi 21. bók hans hlýtur að mega teljast með hans allra bestu glæpasögum. Hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn og þótt ég hafi verið að enda við að hrósa honum fyrir að gefa Erlendi frí er ég handviss um að ég er ekki einn um þá frómu ósk að Arnaldur haldi áfram að segja okkur sögur af Konráði. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Fantavel fléttuð glæpasaga þar sem glæpir fortíðar og nútíðar kallast á í bráðskemmtilegri aðalpersónu. Stúlkan hjá brúnni er traustur vitnisburður um að Arnaldur veður bara betri og betri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira