Tímamót urðu í sögu Hæstaréttar í dag þegar mál var þar í síðasta sinn flutt fyrir þremur hæstaréttardómurum.
Frá árinu 1973 hefur málflutningur í Hæstarétti ýmist verið fyrir þremur eða fimm dómurum en frá árinu 1979 hefur einnig verið gert ráð fyrir að í sérstaklega mikilvægum málum geti sjö dómarar tekið sæti í dómi.
Samkvæmt nýrri dómstólaskipan sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn er einungist gert ráð fyrir að fimm eða sjö hæstaréttardómarar skipi dóm en málinu sem var flutt í dag var áfrýjað til réttarins rétt áður en sú skipan tók gildi.
Á vef Hæstaréttar segir að hinn 11. september 1996 hafi mál fyrst verið flutt í Hæstarétti fyrir þremur dómurum eftir að rétturinn flutti í dómhúsið við Harnarhól.
Það mál dæmdu hæstaréttardómararnir Arnljótur Björnsson, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson en aðstoðarmaður dómara í málinu var Benedikt Bogason nú hæstaréttardómari. Tveir síðastnefndu dómararnir sem dæmdu það mál sitja einnig í dómi í því máli sem flutt var í morgun ásamt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara.
Mál flutt í síðasta sinn fyrir þremur dómurum
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
