Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrum formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent