Hitman 2: 47 hefur sjaldan verið í betra formi Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 08:45 Launmorðingjar mega líka dást að útsýninu. IO Interactive Agent 47 er orðinn hundgamall launmorðingi en ber sig samt einstaklega vel, þó það sé enþá undarlegt að hann geti skipt um skyrtu og þá hætta allir að sjá að hann er hvítur sköllóttur karl með strikamerki á hnakkanum. Frá árinu 2000 er búið að gefa út haug af mis-góðum tölvuleikjum og tvær alfarið hrottalegar kvikmyndir. Hitman 2 er þó án efa með þeim betri leikjum um launmorðingjann gamla, þó líklega ekkert muni toppa leikinn Hitman 2: Silent Assassin.Hitman 2 er, eðli málsins samkvæmt, framhald af Hitman frá 2016 og er sögu þess leiks haldið áfram. Nú er 47 að eltast við upplýsingar um uppruna sinn, sem einhverra hluta vegna verður meira dularfyllri með hverjum leiknum. Staðreyndin er þó sú að sagan hefur sjaldan skipt miklu máli í Hitman leikjum. Það sem skiptir máli er að borðin og skotmörk 47 séu skemmtileg. Í Hitman 2 er það raunin. Borð leiksins eru alls sjö talsins, eða kannski sex og hálft. Þau eru stór og innihalda oftar en ekki nokkur skotmörk og verkefni. Það sem er þó skemmtilegast við Hitman 2 er hvað það er hægt að ganga frá skotmörkum leiksins á margan og oftar en ekki hlægilegan hátt. Hvert borð er í raun skemmtigarður þar sem niðurstaðan veltur oftar en ekki á ímyndarafli þess sem er að spila. Þá er hægt að spila sama borð margoft, því að þegar maður klárar það fær maður ákveðin stigafjölda eftir því hvernig gekk og þau stig opna á ný vopn og nýjar leiðir til að leysa verkefni hvers borðs. Ofan á það koma upp tímabundin borð sem hægt er að spila. Það fyrsta, sem er nú í gangi, gengur út að drepa Sean Bean sjálfan. Konung dauðsfallanna.Í hverju borði er hægt að rekast á eitthvað sem er kallað sögur. Það er, einhverja aðila sem eru að tala um eitt af skotmörkum leiksins. Það er hægt að hlusta á þetta fólk og fá í fangið góða leið til að myrða fólk. Sem er gaman en þó kannski aðeins of auðvelt. Við að elta þessar sögur fer öll óvissan. Leikurinn segir þér að fara þangað, taka þetta upp, fara hitt og stinga einhvern eða slá með draslinu sem þú varst að taka upp. Hverju borði fylgja þó fjölmargar áskoranir eins og: Dreptu þennan með þessu, dreptu alla með þessu vopni, vertu alltaf í sömu fötunum og svo koll af kolli. Að elta uppi allar þessar áskoranir getur tekið heillangan tíma en er samt frekar skemmtilegt. Mér finnst samt ennþá skemmtilegast, eins og í öllum Hitman-leikjunum, að búa mig sem eins manns her í upphafi borðsins og reyna að drepa alla. ALLA! Það hefur hins vegar aldrei verið erfiðara en nú, því það eru mjög margar persónur í hverju borði.Hvar er 47?IO InteractiveÞað var gott af IO Interactive að gefa leikinn út í heilu lagi í stað þess sem gert var við síðasta leik þar sem borðin komu út eitt í einu yfir langt tímabil. Sum sé, nokkur borð sem hægt er að dunda sér við heillengi. Hitman 2 lítur vel út. Borðin eru vel hönnuð og stútfull af fólki og leikurinn sjálfur virkar einstaklega vel fínpússaður, ef svo má að orði komast. Stærsti galli Hitman 2 felst þó án efa í því að það er svo sem ekkert nýtt í honum. Þú getur drepið fólk með fiski og öðru drasli sem á vegi þínum verður en þetta er samt sama formúlan. Ekki það að hún sé eitthvað slæm. Það væri bara gaman að sjá þá reyna eitthvað nýtt með 47. Ekki endilega bara nýja staði, ný vopn og ný skotmörk. Eitthvað nýtt en ég veit ekki alveg hvað. Það gekk bara nokkuð vel að koma þessu frá mér.47 í lautarferð.IO InteractiveSamantekt-ish Þessi er einföld. Ef þú, lesandi góður, hefur haft gaman af fyrri leikjunum um launmorðingjann 47, muntu án efa hafa gaman af þessum. Þeir sem hafa aldrei spilað Hitman-leik munu örugglega skemmta sér vel líka. Þessi leikur má samt ekki vera of vinsæll, því þá gæti einhverjum í Hollywood dottið í hug að gera kvikmynd. Sýnum hófsemi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Agent 47 er orðinn hundgamall launmorðingi en ber sig samt einstaklega vel, þó það sé enþá undarlegt að hann geti skipt um skyrtu og þá hætta allir að sjá að hann er hvítur sköllóttur karl með strikamerki á hnakkanum. Frá árinu 2000 er búið að gefa út haug af mis-góðum tölvuleikjum og tvær alfarið hrottalegar kvikmyndir. Hitman 2 er þó án efa með þeim betri leikjum um launmorðingjann gamla, þó líklega ekkert muni toppa leikinn Hitman 2: Silent Assassin.Hitman 2 er, eðli málsins samkvæmt, framhald af Hitman frá 2016 og er sögu þess leiks haldið áfram. Nú er 47 að eltast við upplýsingar um uppruna sinn, sem einhverra hluta vegna verður meira dularfyllri með hverjum leiknum. Staðreyndin er þó sú að sagan hefur sjaldan skipt miklu máli í Hitman leikjum. Það sem skiptir máli er að borðin og skotmörk 47 séu skemmtileg. Í Hitman 2 er það raunin. Borð leiksins eru alls sjö talsins, eða kannski sex og hálft. Þau eru stór og innihalda oftar en ekki nokkur skotmörk og verkefni. Það sem er þó skemmtilegast við Hitman 2 er hvað það er hægt að ganga frá skotmörkum leiksins á margan og oftar en ekki hlægilegan hátt. Hvert borð er í raun skemmtigarður þar sem niðurstaðan veltur oftar en ekki á ímyndarafli þess sem er að spila. Þá er hægt að spila sama borð margoft, því að þegar maður klárar það fær maður ákveðin stigafjölda eftir því hvernig gekk og þau stig opna á ný vopn og nýjar leiðir til að leysa verkefni hvers borðs. Ofan á það koma upp tímabundin borð sem hægt er að spila. Það fyrsta, sem er nú í gangi, gengur út að drepa Sean Bean sjálfan. Konung dauðsfallanna.Í hverju borði er hægt að rekast á eitthvað sem er kallað sögur. Það er, einhverja aðila sem eru að tala um eitt af skotmörkum leiksins. Það er hægt að hlusta á þetta fólk og fá í fangið góða leið til að myrða fólk. Sem er gaman en þó kannski aðeins of auðvelt. Við að elta þessar sögur fer öll óvissan. Leikurinn segir þér að fara þangað, taka þetta upp, fara hitt og stinga einhvern eða slá með draslinu sem þú varst að taka upp. Hverju borði fylgja þó fjölmargar áskoranir eins og: Dreptu þennan með þessu, dreptu alla með þessu vopni, vertu alltaf í sömu fötunum og svo koll af kolli. Að elta uppi allar þessar áskoranir getur tekið heillangan tíma en er samt frekar skemmtilegt. Mér finnst samt ennþá skemmtilegast, eins og í öllum Hitman-leikjunum, að búa mig sem eins manns her í upphafi borðsins og reyna að drepa alla. ALLA! Það hefur hins vegar aldrei verið erfiðara en nú, því það eru mjög margar persónur í hverju borði.Hvar er 47?IO InteractiveÞað var gott af IO Interactive að gefa leikinn út í heilu lagi í stað þess sem gert var við síðasta leik þar sem borðin komu út eitt í einu yfir langt tímabil. Sum sé, nokkur borð sem hægt er að dunda sér við heillengi. Hitman 2 lítur vel út. Borðin eru vel hönnuð og stútfull af fólki og leikurinn sjálfur virkar einstaklega vel fínpússaður, ef svo má að orði komast. Stærsti galli Hitman 2 felst þó án efa í því að það er svo sem ekkert nýtt í honum. Þú getur drepið fólk með fiski og öðru drasli sem á vegi þínum verður en þetta er samt sama formúlan. Ekki það að hún sé eitthvað slæm. Það væri bara gaman að sjá þá reyna eitthvað nýtt með 47. Ekki endilega bara nýja staði, ný vopn og ný skotmörk. Eitthvað nýtt en ég veit ekki alveg hvað. Það gekk bara nokkuð vel að koma þessu frá mér.47 í lautarferð.IO InteractiveSamantekt-ish Þessi er einföld. Ef þú, lesandi góður, hefur haft gaman af fyrri leikjunum um launmorðingjann 47, muntu án efa hafa gaman af þessum. Þeir sem hafa aldrei spilað Hitman-leik munu örugglega skemmta sér vel líka. Þessi leikur má samt ekki vera of vinsæll, því þá gæti einhverjum í Hollywood dottið í hug að gera kvikmynd. Sýnum hófsemi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira