Tæplega tvö þúsund manns boða komu sína á mótmæli vegna Klaustursmálsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:31 Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32