Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 10:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í gær. vísir/Vilhelm Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira