Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 19:15 Tómas Inga Tómasson. Vísir/Stöð 2 Sport Tómas Ingi Tómasson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og þjálfari, segist hafa verið við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm. Hann hafi verið kominn á botninn. Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalega erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. Vinir, velunnarar og ættingjar Tómasar Inga Tómassonar ætla að sýna stuðning sinn í verki á sunnudaginn með því að halda Tommasaginn í Egilshöllinni. Mjaðmaraðgerð Tómasar Inga misheppnaðist árið 2015 og kallaði á þrjár aðferðir í viðbót. Tómas hefur eytt yfir tvöhundruð dögum inni á spítala frá því í apríl. Næst á dagskrá er að komast í aðgerð til Þýskalands þar sem síðustu fjórar aðgerðir á Íslandi hafa ekki skilað árangri. Gaupi, hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann mjög erfitt ár. „Í janúar 2019 verða komin fjögur ár í þessari baráttu. Það má segja að fyrsta aðgerð hafi virkilega klikkað. Ég fann að það strax eftir aðgerð að eitthvað var ekki rétt. Þrátt fyrir að ég hafi farið tvisvar til þrisvar til bæklunarlæknis á þeim tíma og kvartað yfir vanlíðan, þá var ekkert hlustað á það. Ég gekk með þetta í tvö og hálft ár áður en nokkuð væri gert,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, í viðtalinu við Gaupa. „Svo fann ég lækni sem hafði trú á því að þetta væri ekki bara eitthvað blaður í hausnum á mér heldur að það væri eitthvað að. Þá er farið í rólegheitum að byrja að skoða allskonar hluti eins og að dæla úr mér vökva sem safnaðist fyrir í náranum. Ég fór í það í sjö eða átta skipti. Þegar mest var þá var 360 millilítum dælt úr sem er rétt rúmlega ein kókdós. Það er ekkert spes að vera með kókdós inn í sér,“ sagði Tómas Ingi. Hann er búinn að vera á sjúkrahúsinu nánast á hverjum degi síðan í april og hann var við dauðans dyr. „Í síðustu af þessum þremur aðgerðum sem voru gerðar á þessu ári þá fékk ég sýklalyf sem ég hef greinilega bráðaofnæmi fyrir. Það stoppaði allt en sem betur fer var ég á besta stað sem ég gat verið á þeim tíma eða á gjörgæslu. Manni var kippt til baka. Ég var á gjörgæslu í tvo daga en þetta tók líkamlegan toll því ég fann vel fyrir því að þetta hafði gerst,“ sagði Tómas Ingi en næst á dagskrá er að fara til Þýskalands 17. desember. Tómas Ingi segir meira af stöðu mála hjá sér og framtíðarsýn sinni í viðtalinu en það má finna allt viðtal Guðjón Guðmundssonar við Tómas Inga Tómasson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Nú síðast fréttist af því að Ásgeir Sigurvinsson ætli að spila fyrir lið Eyjólfs og Arnór Guðjohnsen ætli að spila fyrir lið Rúnars.Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 070669-4129).Úr viðburðarlýsingu Tommadagsins á fésbókinni: Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi! Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og þjálfari, segist hafa verið við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm. Hann hafi verið kominn á botninn. Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalega erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. Vinir, velunnarar og ættingjar Tómasar Inga Tómassonar ætla að sýna stuðning sinn í verki á sunnudaginn með því að halda Tommasaginn í Egilshöllinni. Mjaðmaraðgerð Tómasar Inga misheppnaðist árið 2015 og kallaði á þrjár aðferðir í viðbót. Tómas hefur eytt yfir tvöhundruð dögum inni á spítala frá því í apríl. Næst á dagskrá er að komast í aðgerð til Þýskalands þar sem síðustu fjórar aðgerðir á Íslandi hafa ekki skilað árangri. Gaupi, hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann mjög erfitt ár. „Í janúar 2019 verða komin fjögur ár í þessari baráttu. Það má segja að fyrsta aðgerð hafi virkilega klikkað. Ég fann að það strax eftir aðgerð að eitthvað var ekki rétt. Þrátt fyrir að ég hafi farið tvisvar til þrisvar til bæklunarlæknis á þeim tíma og kvartað yfir vanlíðan, þá var ekkert hlustað á það. Ég gekk með þetta í tvö og hálft ár áður en nokkuð væri gert,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, í viðtalinu við Gaupa. „Svo fann ég lækni sem hafði trú á því að þetta væri ekki bara eitthvað blaður í hausnum á mér heldur að það væri eitthvað að. Þá er farið í rólegheitum að byrja að skoða allskonar hluti eins og að dæla úr mér vökva sem safnaðist fyrir í náranum. Ég fór í það í sjö eða átta skipti. Þegar mest var þá var 360 millilítum dælt úr sem er rétt rúmlega ein kókdós. Það er ekkert spes að vera með kókdós inn í sér,“ sagði Tómas Ingi. Hann er búinn að vera á sjúkrahúsinu nánast á hverjum degi síðan í april og hann var við dauðans dyr. „Í síðustu af þessum þremur aðgerðum sem voru gerðar á þessu ári þá fékk ég sýklalyf sem ég hef greinilega bráðaofnæmi fyrir. Það stoppaði allt en sem betur fer var ég á besta stað sem ég gat verið á þeim tíma eða á gjörgæslu. Manni var kippt til baka. Ég var á gjörgæslu í tvo daga en þetta tók líkamlegan toll því ég fann vel fyrir því að þetta hafði gerst,“ sagði Tómas Ingi en næst á dagskrá er að fara til Þýskalands 17. desember. Tómas Ingi segir meira af stöðu mála hjá sér og framtíðarsýn sinni í viðtalinu en það má finna allt viðtal Guðjón Guðmundssonar við Tómas Inga Tómasson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Nú síðast fréttist af því að Ásgeir Sigurvinsson ætli að spila fyrir lið Eyjólfs og Arnór Guðjohnsen ætli að spila fyrir lið Rúnars.Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 070669-4129).Úr viðburðarlýsingu Tommadagsins á fésbókinni: Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!
Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira