AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 14:00 Tómas Ingi Tómasson Mynd/Twittter/@AGFFodbold Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni. Íslenski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira
Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira