Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2018 09:07 Jón Steindór er ekki sáttur við orð þingkonu Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um að starfsmenn Alþingis séu hluti af bagalegum kúltúr á Alþingi afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. Anna Kolbrún sagði í viðtali í Bítinu í gær, þangað sem hún mætti ásamt formanni Miðflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að starfsfólk Alþingis væri hluti af kúltúr á þinginu sem tengja mætti umræðuna á Klaustri við. Hún hefði þó aldrei kynnst eins almennilegu og hjálpsömu starfsfólki. „Það er þannig að þegar fólk byrjar á nýjum vinnustað þá sogast það inn í kúltúrinn sem fyrir er. Við höfum stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr,“ sagði Anna Kolbrún. Það væru hins vegar ekki aðeins þingmenn. „Það er ábyggilega mjög óáþreifanlegt. Það eru allir að vinna vel. Ég get ekki sagt einhverjar persónur eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt mál að við þurfum, ég veit ekki hvort það misskilst ef ég segi að við þurfum að hjálpast að, ég er að tala um stofnunina Alþingi. Starfsmennirnir eru líka mannlegir. Þeir fara líka inn í þennan kúltúr því þeir eru líka mannlegir,“ sagði Anna Kolbrún. Bætti hún við að hún hefði aldrei kynnst jafn almennilegum og hjálpsömum starfsmönnum og þeim á skrifstofu Alþingis. Þetta væri eitthvað óáþreifanlegt í kúltúr Alþingis. Sigmundur Davíð hefur sagt ummæli þingmannanna á Klaustri alls ekkert einsdæmi. Hann hafi margoft heyrt alþingismenn tala illa um náungann og sjálfur hafi hann þurft að ganga út ásamt eiginkonu sinni. Þingmönnum virðist upp til hópa blöskra þessi orðræða Miðflokksmanna um kúltúrinn á Alþingi. Hætti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, við ræðu sína um öryrkja á þinginu í gær til þess að fara hörðum orðum um ummæli Sigmundar Davíðs. Jón Steindór virðist sama sinnis um orð Önnu Kolbrúnar í Bítinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í hljóðveri Bítisins í morgun.Vísir/vilhelm„Þar fór hún meðal annars orðum um Alþingi og starfsmenn þess sem fólu í sér afar ósmekklega aðdróttun um að starfsmenn Alþingis væru með einhverjum hætti hluti af einhverjum kúltúr sem umræðan á Klaustri væri sprottin af,“ segir Jón Steindór. „Ég held að varla finnist betri hópur af samviskusömu, kláru og hjálpsömu fólki sem gætir þess í hvívetna að vega hvorki að virðingu þings né þingmanna,“ segir Jón Steindór.Klippa: Bítið - Upptökur til af fleiri ráðamönnum að segja verri hluti? Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir þetta. „Ég hef ekkert nema gott um starfsfólk þingsins að segja. Ég veit að þau eru öll að gera sitt besta og gera það svo sannarlega vel. Það eru örfá atriði sem mega betur fara en það er þá stjórnmálunum að kenna, ekki starfsfólki þingsins,“ segir Björn Leví. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er sama sinnis. „Ég einmitt dáist daglega að því hvað starfsfólkið á endalausa þolinmæði til að umbera stressið og vitleysuna sem er stundum í kringum okkur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, þakkar Jóni Steindóri fyrir að vekja athygli á þessu. „Aðdróttanirnar að starfsfólki Alþingis eru forkastanlegar. Starfsfólk Alþingis er einstaklega faglegt og þjónustar þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, af miklum metnaði og virðingu.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:22 með nánari ummælum Önnu Kolbrúnar úr Bítinu. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um að starfsmenn Alþingis séu hluti af bagalegum kúltúr á Alþingi afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. Anna Kolbrún sagði í viðtali í Bítinu í gær, þangað sem hún mætti ásamt formanni Miðflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að starfsfólk Alþingis væri hluti af kúltúr á þinginu sem tengja mætti umræðuna á Klaustri við. Hún hefði þó aldrei kynnst eins almennilegu og hjálpsömu starfsfólki. „Það er þannig að þegar fólk byrjar á nýjum vinnustað þá sogast það inn í kúltúrinn sem fyrir er. Við höfum stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr,“ sagði Anna Kolbrún. Það væru hins vegar ekki aðeins þingmenn. „Það er ábyggilega mjög óáþreifanlegt. Það eru allir að vinna vel. Ég get ekki sagt einhverjar persónur eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt mál að við þurfum, ég veit ekki hvort það misskilst ef ég segi að við þurfum að hjálpast að, ég er að tala um stofnunina Alþingi. Starfsmennirnir eru líka mannlegir. Þeir fara líka inn í þennan kúltúr því þeir eru líka mannlegir,“ sagði Anna Kolbrún. Bætti hún við að hún hefði aldrei kynnst jafn almennilegum og hjálpsömum starfsmönnum og þeim á skrifstofu Alþingis. Þetta væri eitthvað óáþreifanlegt í kúltúr Alþingis. Sigmundur Davíð hefur sagt ummæli þingmannanna á Klaustri alls ekkert einsdæmi. Hann hafi margoft heyrt alþingismenn tala illa um náungann og sjálfur hafi hann þurft að ganga út ásamt eiginkonu sinni. Þingmönnum virðist upp til hópa blöskra þessi orðræða Miðflokksmanna um kúltúrinn á Alþingi. Hætti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, við ræðu sína um öryrkja á þinginu í gær til þess að fara hörðum orðum um ummæli Sigmundar Davíðs. Jón Steindór virðist sama sinnis um orð Önnu Kolbrúnar í Bítinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í hljóðveri Bítisins í morgun.Vísir/vilhelm„Þar fór hún meðal annars orðum um Alþingi og starfsmenn þess sem fólu í sér afar ósmekklega aðdróttun um að starfsmenn Alþingis væru með einhverjum hætti hluti af einhverjum kúltúr sem umræðan á Klaustri væri sprottin af,“ segir Jón Steindór. „Ég held að varla finnist betri hópur af samviskusömu, kláru og hjálpsömu fólki sem gætir þess í hvívetna að vega hvorki að virðingu þings né þingmanna,“ segir Jón Steindór.Klippa: Bítið - Upptökur til af fleiri ráðamönnum að segja verri hluti? Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir þetta. „Ég hef ekkert nema gott um starfsfólk þingsins að segja. Ég veit að þau eru öll að gera sitt besta og gera það svo sannarlega vel. Það eru örfá atriði sem mega betur fara en það er þá stjórnmálunum að kenna, ekki starfsfólki þingsins,“ segir Björn Leví. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er sama sinnis. „Ég einmitt dáist daglega að því hvað starfsfólkið á endalausa þolinmæði til að umbera stressið og vitleysuna sem er stundum í kringum okkur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, þakkar Jóni Steindóri fyrir að vekja athygli á þessu. „Aðdróttanirnar að starfsfólki Alþingis eru forkastanlegar. Starfsfólk Alþingis er einstaklega faglegt og þjónustar þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, af miklum metnaði og virðingu.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:22 með nánari ummælum Önnu Kolbrúnar úr Bítinu.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45
Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels