Miðflokkurinn næði ekki manni inn Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. desember 2018 06:00 Frá þingi eftir að fjallað var um upptökur af Klaustri. - Fréttablaðið/Anton Brink Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09