Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 14:00 Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26