Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 13:03 Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins. Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins.
Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44