Ísland lenti í snúnum riðli Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Guðni Bergsson og Erik Hamrén voru viðstaddir dráttinn vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira