Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 20:22 Jón Þór Þorvaldsson mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi um óákveðinn tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. Jón Þór er varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason, sem ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, mun víkja af þingi um óákveðinn tíma, en þeir tveir höfðu sig hvað mest í frammi í óvarfærinni orðræðu sem sneri meðal annars að samstarfskonum þeirra á Alþingi og fötluðum, svo eitthvað sé nefnt. Una María Óskarsdóttir mun taka sæti Gunnars Braga á þingi. Í samtali sem blaðamaður átti við Jón Þór fyrir fundinn í dag kvaðst hann ekki vilja taka sæti Bergþórs nema hann væri þess fullviss að þeir sem áttu hlut að máli iðruðust raunverulega gjörða sinna og að vilji væri fyrir hendi til þess að bæta sig. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Bergþór og Gunnar Bragi verða frá þingstörfum. Aðspurður hvað hafi farið fram á fundinnum sagði Jón Þór að málin hafi verið rædd af mikilli einlægni og hreinskilni. „Eftir það samtal er ég þess fullviss að menn eru mjög miður sín yfir þessu öllu saman, þeir sem að þarna áttu hlut að máli. Það er fullur hugur sem fylgir máli að Miðflokkurinn taki sér tak og verði bara í forystu og til fyrirmyndar í þessu til framtíðar.“ Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. 2. desember 2018 18:35 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. Jón Þór er varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason, sem ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, mun víkja af þingi um óákveðinn tíma, en þeir tveir höfðu sig hvað mest í frammi í óvarfærinni orðræðu sem sneri meðal annars að samstarfskonum þeirra á Alþingi og fötluðum, svo eitthvað sé nefnt. Una María Óskarsdóttir mun taka sæti Gunnars Braga á þingi. Í samtali sem blaðamaður átti við Jón Þór fyrir fundinn í dag kvaðst hann ekki vilja taka sæti Bergþórs nema hann væri þess fullviss að þeir sem áttu hlut að máli iðruðust raunverulega gjörða sinna og að vilji væri fyrir hendi til þess að bæta sig. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Bergþór og Gunnar Bragi verða frá þingstörfum. Aðspurður hvað hafi farið fram á fundinnum sagði Jón Þór að málin hafi verið rædd af mikilli einlægni og hreinskilni. „Eftir það samtal er ég þess fullviss að menn eru mjög miður sín yfir þessu öllu saman, þeir sem að þarna áttu hlut að máli. Það er fullur hugur sem fylgir máli að Miðflokkurinn taki sér tak og verði bara í forystu og til fyrirmyndar í þessu til framtíðar.“
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. 2. desember 2018 18:35 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. 2. desember 2018 18:35