Ljósin á Oslóartrénu tendruð í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 14:05 Frá Austurvelli árið 2015. vísir/ernir Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð í dag, sunnudaginn 2. desember. Tendrun jólaljósanna á Oslóartrénu markar upphaf aðventunnar í borginni og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar. Dagskráin hefst klukkan 16.00 en þá mun Peter N. Myhre borgarfulltrúi í Osló ávarpa samkomuna og afhendir borgarstjóra bókagjöf til allra grunnskóla Reykjavíkur. Um er að ræða fjórar þýddar bækur um Doktor Proktor eftir Jo Nesbö. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveikir síðan á ljósum trésins og nýtur dyggrar aðstoðar norsk-íslensku systranna Heklu Tómasdóttur Albrigtsen 9 ára og Önnu Tómasdóttur Albrigtsen 7 ára. Svala Björgvins og Friðrik Ómar flytja jólalög ásamt hljómsveit. Einnig munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólatónlist frá kl.15.30. Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli. Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð í ár. Dögg Guðmunsdóttir hannar óróann og rithöfundurinn Dagur Hjartarson samdi kvæðið sem fylgir með óróanum. Allur ágóði af sölu óróans rennur til Æfingastöðvarinnar, þar sem börn fá sjúkra- og iðjuþjálfun. Reykjavíkurborg hefur frá upphafi stutt verkefnið. Rauði Krossinn verður einnig með sölu á heitu kakói til að verma kalda kroppa. Borgarstjórn Jól Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð í dag, sunnudaginn 2. desember. Tendrun jólaljósanna á Oslóartrénu markar upphaf aðventunnar í borginni og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar. Dagskráin hefst klukkan 16.00 en þá mun Peter N. Myhre borgarfulltrúi í Osló ávarpa samkomuna og afhendir borgarstjóra bókagjöf til allra grunnskóla Reykjavíkur. Um er að ræða fjórar þýddar bækur um Doktor Proktor eftir Jo Nesbö. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveikir síðan á ljósum trésins og nýtur dyggrar aðstoðar norsk-íslensku systranna Heklu Tómasdóttur Albrigtsen 9 ára og Önnu Tómasdóttur Albrigtsen 7 ára. Svala Björgvins og Friðrik Ómar flytja jólalög ásamt hljómsveit. Einnig munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólatónlist frá kl.15.30. Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli. Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð í ár. Dögg Guðmunsdóttir hannar óróann og rithöfundurinn Dagur Hjartarson samdi kvæðið sem fylgir með óróanum. Allur ágóði af sölu óróans rennur til Æfingastöðvarinnar, þar sem börn fá sjúkra- og iðjuþjálfun. Reykjavíkurborg hefur frá upphafi stutt verkefnið. Rauði Krossinn verður einnig með sölu á heitu kakói til að verma kalda kroppa.
Borgarstjórn Jól Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira