Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Mohammed bin Salman og Vladímír Pútín eru líklegast tveir umdeildustu gestir G20-fundarins. Nordicphotos/AFP Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira