Varð bílveikur í fyrstu ferðinni í tilraunagöngum Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 07:32 Svona líta göngin út. AP/Robin Beck. Frumkvöðullinn Elon Musk frumsýndi í gær sérstök tilraunagöng sem fyrirtæki hans, The Boring Company, hefur unnið að að undaförnu. Blaðamaður varð bílveikur er hann prófaði að keyra í göngunum í fyrsta skipti á meðan annar öskraði af hrifningu.Fréttaveita AP greinir frá en hugmynd Musk með göngunum gengur út á að þéttriðið net jarðganga undir stórborgum geti leyst umferðarvandann. Til þess að sannreyna þetta hefur fyrirtækið grafið göngin í grennd við höfuðstöðvar SpaceX, geimfyrirtækis Musk. Göngin eru 2,3 kílómetrar og fjögurra metra breiða og kostuðu um tíu milljónir dollara, 1,2 milljarða króna. Blaðamenn fengu að prófa göngin og settust þeir upp í Teslu-bíl sem útbúinn hafði verið sérstaklega til þess að keyra í göngunum, með sérstökum sleða sem festist við göngin.Tesla in @boringcompany tunnel with retractable wheel gear that turns a car into a rail-guided train & back again pic.twitter.com/3a6i0NoSmi — Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2018 Í frétt AP segir að bílferðin hafi þó reynst sumum erfið vegna þess hversu ójafnt undirlagið í göngunum er en Musk skýrði það með að starfsmenn hans hefðu runnið út á tíma fyrir kynninguna til þess að tryggja að undirlagið væri slétt. Það stæði þó til bóta. „Umferð eyðileggur sálina, hún er eins og sýra á sálinu,“ sagði Musk við viðstadda um hefðbundna umferð.Scvona líta tilraunagöngin út.AP/Robin BeckÚtskýrði hann einnig hvernig hann sæi fyrir sér að hægt væri að nota sambærileg göng víða um heim. Bílum yrði komið fyrir í göngin með lyftum sem komið væri fyrir hér og þar. Sömu lyftur yrðu notaðar til þess að koma bílunum úr göngunum. Þá yrðu sérstök farartæki til reiði fyrir aðra vegfarendur en ökumenn sem vilja komast leiðar sinnar. Í prufunni var bílnum ekið á um 60 kílómetra hraða en Musk vonast til þess að hægt verði að ferðast á öruggan hátt á 240 kílómetra hraða í fullbúnum göngum. Fyrirtæki Musk vinnur nú að því að setja upp sambærileg göng annars staðar í Los Angeles sem og í Chicago en þau verkefni eru enn í umhverfismati og framkvæmdir því ekki hafnar. Samgöngur Tækni Tengdar fréttir Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Frumkvöðullinn Elon Musk frumsýndi í gær sérstök tilraunagöng sem fyrirtæki hans, The Boring Company, hefur unnið að að undaförnu. Blaðamaður varð bílveikur er hann prófaði að keyra í göngunum í fyrsta skipti á meðan annar öskraði af hrifningu.Fréttaveita AP greinir frá en hugmynd Musk með göngunum gengur út á að þéttriðið net jarðganga undir stórborgum geti leyst umferðarvandann. Til þess að sannreyna þetta hefur fyrirtækið grafið göngin í grennd við höfuðstöðvar SpaceX, geimfyrirtækis Musk. Göngin eru 2,3 kílómetrar og fjögurra metra breiða og kostuðu um tíu milljónir dollara, 1,2 milljarða króna. Blaðamenn fengu að prófa göngin og settust þeir upp í Teslu-bíl sem útbúinn hafði verið sérstaklega til þess að keyra í göngunum, með sérstökum sleða sem festist við göngin.Tesla in @boringcompany tunnel with retractable wheel gear that turns a car into a rail-guided train & back again pic.twitter.com/3a6i0NoSmi — Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2018 Í frétt AP segir að bílferðin hafi þó reynst sumum erfið vegna þess hversu ójafnt undirlagið í göngunum er en Musk skýrði það með að starfsmenn hans hefðu runnið út á tíma fyrir kynninguna til þess að tryggja að undirlagið væri slétt. Það stæði þó til bóta. „Umferð eyðileggur sálina, hún er eins og sýra á sálinu,“ sagði Musk við viðstadda um hefðbundna umferð.Scvona líta tilraunagöngin út.AP/Robin BeckÚtskýrði hann einnig hvernig hann sæi fyrir sér að hægt væri að nota sambærileg göng víða um heim. Bílum yrði komið fyrir í göngin með lyftum sem komið væri fyrir hér og þar. Sömu lyftur yrðu notaðar til þess að koma bílunum úr göngunum. Þá yrðu sérstök farartæki til reiði fyrir aðra vegfarendur en ökumenn sem vilja komast leiðar sinnar. Í prufunni var bílnum ekið á um 60 kílómetra hraða en Musk vonast til þess að hægt verði að ferðast á öruggan hátt á 240 kílómetra hraða í fullbúnum göngum. Fyrirtæki Musk vinnur nú að því að setja upp sambærileg göng annars staðar í Los Angeles sem og í Chicago en þau verkefni eru enn í umhverfismati og framkvæmdir því ekki hafnar.
Samgöngur Tækni Tengdar fréttir Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00