Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:40 Konurnar höfðu búið sér næturstað í hlíð fjallsins Toubkal í grennd við bæinn Imlil. Getty Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. Greint er frá því í norskum fjölmiðlum að þær hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Í frétt norska dagblaðsins VG segir að konurnar hafi fundist í grennd við bæinn Imlil en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Konurnar, sem báðar voru á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi um Marokkó þegar þær voru myrtar. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins NRK var norska konan 28 ára en sú danska 24 ára. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra á mánudagsmorgun en þær höfðu búið sér næturstað í fjallinu. VG hefur bæði eftir marokkóskum fjölmiðlum og eigin heimildarmönnum að konurnar hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Talið er að hníf eða annars konar eggvopni hafi verið beitt við morðið. Norski miðillinn TV2 greinir jafnframt frá því að áverkar hafi verið á hálsi kvennanna. Mikill viðbúnaður lögreglu er nú á vettvangi og hefur hann verið girtur af. Þá hefur gönguferðum á svæðinu verið aflýst og rannsóknarteymi frá höfuðborginni Rabat sent á vettvang. Í frétt VG er haft eftir íbúa á svæðinu að samfélagið sé í áfalli, enda hafi svona nokkuð aldrei hent áður á þessum slóðum. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. Greint er frá því í norskum fjölmiðlum að þær hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Í frétt norska dagblaðsins VG segir að konurnar hafi fundist í grennd við bæinn Imlil en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Konurnar, sem báðar voru á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi um Marokkó þegar þær voru myrtar. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins NRK var norska konan 28 ára en sú danska 24 ára. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra á mánudagsmorgun en þær höfðu búið sér næturstað í fjallinu. VG hefur bæði eftir marokkóskum fjölmiðlum og eigin heimildarmönnum að konurnar hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Talið er að hníf eða annars konar eggvopni hafi verið beitt við morðið. Norski miðillinn TV2 greinir jafnframt frá því að áverkar hafi verið á hálsi kvennanna. Mikill viðbúnaður lögreglu er nú á vettvangi og hefur hann verið girtur af. Þá hefur gönguferðum á svæðinu verið aflýst og rannsóknarteymi frá höfuðborginni Rabat sent á vettvang. Í frétt VG er haft eftir íbúa á svæðinu að samfélagið sé í áfalli, enda hafi svona nokkuð aldrei hent áður á þessum slóðum. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira