Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 06:45 Bára Halldórsdóttir og bakland hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú. Vísir/Vilhelm Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28