Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:59 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira