Aðeins einu máli verið vísað til lögreglunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. desember 2018 06:15 Embætti Landlæknis hefur aðeins vísað einu máli til lögreglu á síðustu þremur árum vegna gruns um misferli læknis með fíknilyf. Fréttablaðið/Anton Brink Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira