Friðjón Einarsson: „Ég held að kosning fari fram“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:56 Kísilververksmiðja Stakkbergs í Helguvík Vísir/Ernir Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka. United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka.
United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45
Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00