Ungir ökumenn aldrei staðið sig jafn vel og nú Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undanfarin ár þrátt fyrir umtalsvert aukna umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira