Svona fór Gröndalshús fram úr áætlun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Gröndalshús í Grjótaþorpinu. Fréttablaðið/Anton Reykjavík Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbæturnar sem lögð var fram á fimmtudag. Í fyrirspurn fulltrúans er bent á að upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. Framúrkeyrslan hefur verið gagnrýnd. Í svari borgarinnar segir að þegar ákveðið var árið 2015 að hefja framkvæmdir við að færa Gröndalshús á varanlegan stað, frá Grandagarði þar sem það hafði verið geymt að Vesturgötu 5b í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, hafi fjárheimildin verið 50 milljónir króna, auk þeirra 27,5 milljóna sem þegar hafði verið varið í húsið á fyrri árum. Eftir að búið var að flytja húsið á nýjan grunn og farið var að gera það upp að innan komu hins vegar í ljós margir alvarlegir gallar. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði skýringa á þessari framúrkeyrslu og eru ástæðurnar fyrir þessum mikla kostnaðarauka listaðar í svarinu. Þær má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Enn fremur segir í svari borgarinnar að endurgerð hússins hafi ekki verið boðin út, heldur hafi hún verið hluti rammasamnings sem gerður var við Minjavernd. Hið merka Gröndalshús var komið í mikla niðurníðslu á árum áður en lengi var deilt um framtíð þess. Húsið var tekið í notkun á nýjum stað við Vesturgötu 5b í júní í fyrra en Reykjavíkurborg ákvað að eiga húsið og nýta til menningarstarfsemi tengdrar Reykjavík bókmenntaborg Evrópu. Þar er nú sýning um Benedikt Gröndal á aðalhæð þess, íbúð í kjallara og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn á efri hæð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Reykjavík Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbæturnar sem lögð var fram á fimmtudag. Í fyrirspurn fulltrúans er bent á að upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. Framúrkeyrslan hefur verið gagnrýnd. Í svari borgarinnar segir að þegar ákveðið var árið 2015 að hefja framkvæmdir við að færa Gröndalshús á varanlegan stað, frá Grandagarði þar sem það hafði verið geymt að Vesturgötu 5b í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, hafi fjárheimildin verið 50 milljónir króna, auk þeirra 27,5 milljóna sem þegar hafði verið varið í húsið á fyrri árum. Eftir að búið var að flytja húsið á nýjan grunn og farið var að gera það upp að innan komu hins vegar í ljós margir alvarlegir gallar. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði skýringa á þessari framúrkeyrslu og eru ástæðurnar fyrir þessum mikla kostnaðarauka listaðar í svarinu. Þær má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Enn fremur segir í svari borgarinnar að endurgerð hússins hafi ekki verið boðin út, heldur hafi hún verið hluti rammasamnings sem gerður var við Minjavernd. Hið merka Gröndalshús var komið í mikla niðurníðslu á árum áður en lengi var deilt um framtíð þess. Húsið var tekið í notkun á nýjum stað við Vesturgötu 5b í júní í fyrra en Reykjavíkurborg ákvað að eiga húsið og nýta til menningarstarfsemi tengdrar Reykjavík bókmenntaborg Evrópu. Þar er nú sýning um Benedikt Gröndal á aðalhæð þess, íbúð í kjallara og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn á efri hæð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira