Veldur miklum áhyggjum hversu mikið af ungu fólki leitar í starfsendurhæfingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:00 Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. vísir/hanna Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45