94 keppendur taka þátt og á forkeppniskvöldinu koma allir keppendur fram í síðkjól og baðfötum.
Þetta er eina tækifærið fyrir alla keppendur að sýna sig í kjól og baðfötum þar sem aðeins verða tuttugu konur valdar til þess að keppa á lokakvöldinu og sker frammistaða þeirra í gærkvöldi úr um það hvaða konur verða fyrir valinu.
Lífið heyrði stuttlega í Katrínu Leu og var hún himinlifandi með gærkvöldi.
„Þetta var bara draumur minn að rætast og ég gæti ekki mögulega verið ánægðari,“ segir Katrín en hún þótti bera af í síðkjólnum.
Hér að neðan má sjá útsendingu frá keppninni í gær.