Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 16:53 Sigurður Sólmundarson, sem margir þekkja betur sem Costco-gaurinn eða jafnvel Budduna, hefur ekki glatað húmornum þrátt fyrir óhappið. „Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“ Samgöngur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
„Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“
Samgöngur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira