Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 16:53 Sigurður Sólmundarson, sem margir þekkja betur sem Costco-gaurinn eða jafnvel Budduna, hefur ekki glatað húmornum þrátt fyrir óhappið. „Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“ Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“
Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira