Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. FBL/Stefán Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28