Kristín Þóra Haraldsdóttir valin í Shooting Stars 2019 Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 22:11 Kristín Þóra Haraldsdóttir. FBL/ERNIR Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira