Segja það mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að hann komi ekki til greina á Óskarnum 11. desember 2018 23:34 Jóhann Jóhannsson var 48 ára þegar hann lést í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Jóhann Jóhannsson heitinn verður ekki á meðal þeirra sem verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist þegar tilkynnt verður hverjar hljóta tilnefningu á mánudag. Greint er frá þessu á vef IndiWire en yfirgagnrýnandi miðilsins hafði kallað eftir því að Jóhann yrði tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina Mandy. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að mati IndieWire. Gagnrýnandinn heitir Eric Kohn en hann segir tónlist Jóhanns við Mandy vera eina af bestu kvikmyndatónsmíðum ársins. Er því haldið fram á IndieWire að þetta séu mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns.Variety greindi frá því fyrr í vikunni að Mandy hefði verið útilokuð frá Óskarsverðlaununum því hún var gerð aðgengileg á streymisveitum á meðan meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar gátu enn greitt atkvæði um hvaða kvikmyndatónskáld myndu hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna.Tónlist Jóhanns við Mandy var nýlega sett í þriðja sæti yfir bestu kvikmyndatónlist ársins á vef IndieWire. Jóhann lést í febrúar síðastliðnum langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 48 ára gamall en hann féll frá skömmu eftir að Mandy hafði verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Hann hlaut mikið lof fyrir verk sín en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmyndunum Sicario og The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Theory of Everything en hann var valinn tónskáld ársins á World Soundtrack-verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Á vef IndieWire er því haldið fram tónlist Jóhanns hefði verið helsta von Mandy um að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í 13. september síðastliðinn áður en hún varð aðgengileg á streymisveitum.Mandy segir frá manni sem leitar hefnda eftir að eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt af djöfladýrkendum. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Panos Cosmatos en hann sagði við IndieWire að hann hefði lengi dáðst að verkum Jóhanns og nefnir þar sérstaklega tónlist hans við Sicario. Hann segir fráfall Jóhanns mikinn missi. Á milli þeirra tókst mikill vinskapur á meðan þeir unnu að Mandy en Cosmatos er þeirrar skoðunar að þeir hefðu getað gert stórkostlega hluti saman hefði samvinna þeirra staðið yfir lengur. Þeir hittust aðeins einu sinni í persónu en töluðust oft við í síma á meðan Jóhann samdi tónlistina. Cosmatos sagðist hafa lýst því fyrir Jóhanni hvað hann hafði í huga.Leikstjórinn Panos Cosmatos.Vísir/GettyÍ opnunarsenu myndarinnar fá áhorfendur að sjá hið útópíska líf sem aðalpersónurnar lifa áður en hörmungarnar dynja yfir. „Ég sagði við hann: Ég vil að þessi sena sé eins og maður sé ellefu ára gamall, sitjandi í baksæti í Trans Am stóra bróður þíns, og hann er að reykja gras og þú finnur lyktina af vanillu-loftfrískaranum,“ rifjar Cosmatos upp. Hann segir Jóhann hafa þagað í smá stund áður en hann svaraði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.“ Tengdar fréttir „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Jóhann Jóhannsson heitinn verður ekki á meðal þeirra sem verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist þegar tilkynnt verður hverjar hljóta tilnefningu á mánudag. Greint er frá þessu á vef IndiWire en yfirgagnrýnandi miðilsins hafði kallað eftir því að Jóhann yrði tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina Mandy. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að mati IndieWire. Gagnrýnandinn heitir Eric Kohn en hann segir tónlist Jóhanns við Mandy vera eina af bestu kvikmyndatónsmíðum ársins. Er því haldið fram á IndieWire að þetta séu mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns.Variety greindi frá því fyrr í vikunni að Mandy hefði verið útilokuð frá Óskarsverðlaununum því hún var gerð aðgengileg á streymisveitum á meðan meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar gátu enn greitt atkvæði um hvaða kvikmyndatónskáld myndu hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna.Tónlist Jóhanns við Mandy var nýlega sett í þriðja sæti yfir bestu kvikmyndatónlist ársins á vef IndieWire. Jóhann lést í febrúar síðastliðnum langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 48 ára gamall en hann féll frá skömmu eftir að Mandy hafði verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Hann hlaut mikið lof fyrir verk sín en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmyndunum Sicario og The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Theory of Everything en hann var valinn tónskáld ársins á World Soundtrack-verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Á vef IndieWire er því haldið fram tónlist Jóhanns hefði verið helsta von Mandy um að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í 13. september síðastliðinn áður en hún varð aðgengileg á streymisveitum.Mandy segir frá manni sem leitar hefnda eftir að eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt af djöfladýrkendum. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Panos Cosmatos en hann sagði við IndieWire að hann hefði lengi dáðst að verkum Jóhanns og nefnir þar sérstaklega tónlist hans við Sicario. Hann segir fráfall Jóhanns mikinn missi. Á milli þeirra tókst mikill vinskapur á meðan þeir unnu að Mandy en Cosmatos er þeirrar skoðunar að þeir hefðu getað gert stórkostlega hluti saman hefði samvinna þeirra staðið yfir lengur. Þeir hittust aðeins einu sinni í persónu en töluðust oft við í síma á meðan Jóhann samdi tónlistina. Cosmatos sagðist hafa lýst því fyrir Jóhanni hvað hann hafði í huga.Leikstjórinn Panos Cosmatos.Vísir/GettyÍ opnunarsenu myndarinnar fá áhorfendur að sjá hið útópíska líf sem aðalpersónurnar lifa áður en hörmungarnar dynja yfir. „Ég sagði við hann: Ég vil að þessi sena sé eins og maður sé ellefu ára gamall, sitjandi í baksæti í Trans Am stóra bróður þíns, og hann er að reykja gras og þú finnur lyktina af vanillu-loftfrískaranum,“ rifjar Cosmatos upp. Hann segir Jóhann hafa þagað í smá stund áður en hann svaraði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.“
Tengdar fréttir „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23
Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30