Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:04 Nýjasta útspil Samsung var kynnt til sögunnar í Kína í gær. Samsung Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta. Samsung Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta.
Samsung Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira