„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2018 23:06 Jodie Foster hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019. Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishornSkortir orð til að lýsa hrifningu Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt. Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum. Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út. „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.Enginn betri en Jodie til að leika Höllu Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs. „Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt. Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019. Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishornSkortir orð til að lýsa hrifningu Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt. Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum. Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út. „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.Enginn betri en Jodie til að leika Höllu Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs. „Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt.
Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19
Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning