Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09