Tíðarandinn nær jafnvel í gegn í kirkjugörðunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2018 09:00 Heimir segir Hólavallakirkjugarð draga dám af borgarskipulaginu. Fréttablaðið/Stefán Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Käärijä mætir á Söngvakeppnina Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Käärijä mætir á Söngvakeppnina Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira
Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Käärijä mætir á Söngvakeppnina Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Käärijä mætir á Söngvakeppnina Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira