Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 13:01 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greindi frá þessu í dag. Í frétt Stundarinnar segir að forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafi óskað eftir gögnunum við miðlana þrjá sem höfðu upptökur Báru undir höndum, Stundina, DV og Kvennablaðið. Bára hafi ákveðið um helgina að afhenda hljóðupptökurnar sjálf svo að siðanefnd Alþingis gæti skoðað frumgögn. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, staðfesti í samtali við RÚV að skrifstofan væri komin með upptökurnar. Á upptökunum má heyra samtal sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem farið var ófögrum orðum um þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, tóku sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins vegna aðildar sinnar. Forsætisnefnd ákvað í byrjun desember að vísa Klaustursmálinu til siðanefndar Alþingis. Í nefndinni sitja Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman frá því að hún var stofnuð í fyrra. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greindi frá þessu í dag. Í frétt Stundarinnar segir að forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafi óskað eftir gögnunum við miðlana þrjá sem höfðu upptökur Báru undir höndum, Stundina, DV og Kvennablaðið. Bára hafi ákveðið um helgina að afhenda hljóðupptökurnar sjálf svo að siðanefnd Alþingis gæti skoðað frumgögn. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, staðfesti í samtali við RÚV að skrifstofan væri komin með upptökurnar. Á upptökunum má heyra samtal sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem farið var ófögrum orðum um þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, tóku sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins vegna aðildar sinnar. Forsætisnefnd ákvað í byrjun desember að vísa Klaustursmálinu til siðanefndar Alþingis. Í nefndinni sitja Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman frá því að hún var stofnuð í fyrra.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13
Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00
Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45