Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel Sverrisson rífur í spaðann á kampakátum Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. vísir/tom Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira