Afmarka sérstök skotsvæði til þess að bæta öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 14:05 Hallgrímskirkja er vanalega böðuð í flugeldum á gamlárskvöld. vísir/egill Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg.
Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00