Bíó og sjónvarp

Nýjasta myndin um Sherlock Holmes fær afleita dóma

Birgir Olgeirsson skrifar
John C. Reilly og Will Ferrell sem Dr. Watson og Sherlock Holmes.
John C. Reilly og Will Ferrell sem Dr. Watson og Sherlock Holmes. IMDB
Nýjasta myndin um breska einkaspæjarann Sherlock Holmes hefur fengið afleita dóma frá gagnrýnendum. Myndin skartar þeim Will Ferrell og John CReilly í aðalhlutverkum sem Sherlock Holmes og John H. Watson.

Myndin er talin það slæmt að hún var metin algjörlega rotin á vef Rotten Tomatoes þegar fyrstu dómar birtust. Gagnrýnendur fengu ekki að sjá myndina áður en hún var frumsýnd á jóladag en eftir að hún hafði verið tekin til almennra sýninga hefur hún hækkað úr 0 í fjögur prósent á vefnum.

Tvær aðrar myndir hafa fengið jafn slæma útreið frá gagnrýnendum í ár. Það eru myndirnar London Fields, með Amber Heard í aðalhlutverki, og John Travolta-myndin Gotti.

Gagnrýnendur hafa sagt Holmes og Watson ömurlega ófyndna, heiladauða og hreinlega leiðinlega.

Myndin skartar nokkrum leikurum í aukahlutverkum sem hafa notið mikillar velgengni, þar á meðal Hugh LaurieRalph Fiennes og Steve Coogan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.