Halda jól á pól við óvenjuleg veðurskilyrði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. desember 2018 14:15 Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður. Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður.
Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00
Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23