Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2018 14:00 Íslendingarnir níu dvelja í tjaldbúðum yfir jólin Aðsend mynd frá Guðmundi Guðjónssyni Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur. Jól Suðurskautslandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur.
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira