Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2018 14:00 Íslendingarnir níu dvelja í tjaldbúðum yfir jólin Aðsend mynd frá Guðmundi Guðjónssyni Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur. Jól Suðurskautslandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur.
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira