Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2018 20:30 Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00
Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40
Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00
Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00