Ríkið dæmt til að greiða tíu milljónir vegna uppsagnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2018 09:11 Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira