Gleðileg jól ekki bundin við hluti, eyðslu og óhóf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 08:15 Elsa Kristjánsdóttir segir gleðileg jól ekki bundin við eyðslu og óhóf. Fréttablaðið/ Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira