Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Jóhann K. Jóhannsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. desember 2018 19:00 Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42