Hættir hjá Miðflokknum vegna skipulagsleysis Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 11:32 Viðar Freyr Guðmundsson, fyrrverandi formaður Miðflokssfélags Reykjavíkur, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélagsins í Reykjavík, hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn. Þetta tilkynnti hann á Facebook fyrir skömmu og sagði ástæðuna vera langvarandi óánægju með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf. Það hafi til dæmis kristallast í eftirmálum við Klaustursmálið og hvernig tekið var á þeim. Viðar segir hafa háð mikið hugarstríð en konfekt og laufabrauð hafi hjálpað honum að komast að þessari niðurstöðu.Sjá einnig: Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Hann segir vöntun á skýrari ábyrgðarkeðjum og lýðræðislegri ferlum í starfi flokksins til að hægt verði að taka á erfiðum málum sem kunni að koma upp og til að reka hefðbundið lýðræðislegt flokksstarf. „Ég hef tekið þátt í eða fylgst með hvernig ýmsir flokkar haga starfi sínu og því miður finnst mér vanta töluvert upp á að Miðflokkurinn sé á pari við suma aðra flokka þegar kemur að skipulagningu á málefnastarfi flokksins sem heild. Það var svo sem hægt að horfa fram hjá þessu til að byrja með þar sem flokkurinn var nýr og varla sanngjarnt að bera saman við flokka sem hafa starfað í nærri 100 ár,“ skrifar Viðar. Hann segist þó ekki sjá neina bót á sjóndeildarhringnum og því telji hann sinni orku betur varið að starfa utan flokka að sinna. Viðar segir einnig að jarðvegurinn fyrir Miðflokknum sé til staðar og honum þyki leiðinlegt að skilja við aðra í flokknum með þessum hætti. Hins vegar verði það þó líklega fyrir bestu. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélagsins í Reykjavík, hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn. Þetta tilkynnti hann á Facebook fyrir skömmu og sagði ástæðuna vera langvarandi óánægju með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf. Það hafi til dæmis kristallast í eftirmálum við Klaustursmálið og hvernig tekið var á þeim. Viðar segir hafa háð mikið hugarstríð en konfekt og laufabrauð hafi hjálpað honum að komast að þessari niðurstöðu.Sjá einnig: Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Hann segir vöntun á skýrari ábyrgðarkeðjum og lýðræðislegri ferlum í starfi flokksins til að hægt verði að taka á erfiðum málum sem kunni að koma upp og til að reka hefðbundið lýðræðislegt flokksstarf. „Ég hef tekið þátt í eða fylgst með hvernig ýmsir flokkar haga starfi sínu og því miður finnst mér vanta töluvert upp á að Miðflokkurinn sé á pari við suma aðra flokka þegar kemur að skipulagningu á málefnastarfi flokksins sem heild. Það var svo sem hægt að horfa fram hjá þessu til að byrja með þar sem flokkurinn var nýr og varla sanngjarnt að bera saman við flokka sem hafa starfað í nærri 100 ár,“ skrifar Viðar. Hann segist þó ekki sjá neina bót á sjóndeildarhringnum og því telji hann sinni orku betur varið að starfa utan flokka að sinna. Viðar segir einnig að jarðvegurinn fyrir Miðflokknum sé til staðar og honum þyki leiðinlegt að skilja við aðra í flokknum með þessum hætti. Hins vegar verði það þó líklega fyrir bestu.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira