Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í útdrætti kvöldsins. Var enginn með allar sex aðaltölurnar réttar, auk Víkingatölunnar.
Sömu sögu er að segja af öðrum og þriðja vinning, en í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að enginn hafi verið með fimm eða sex aðaltölur réttar.
Enginn var heldur með allar tölur réttar í Jókerútdrætti kvöldsins, en þrír miðahafar voru með fjórar réttar tölur og unnu þeir 100 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru seldir í Vitanum á Laugavegi í Reykjavík, Holtanesti í Hafnarfirði og Happahúsinu í Kringlunni.
Vinningstölurnar í Víkingalóttinu í kvöld voru: 3-9-16-40-41-44. Víkingatalan var 1.
Jókertölur kvöldsins voru 8-4-6-4-2.

